Hlutabréf lækkuðu í Asíu , fimmta daginn í röð og voru það helst fjármála- og orkufyrirtæki sem leiddu lækkanir.

Eins og kunnugt er hækkaði Seðlabanki Ástralíu stýrivexti sína í gær en Merrill Lynch bankin segir það eiga eftir að skaða ástralska banka umtalsvert.

Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni er það fyrst og fremst óvissa í bæði fjármála- og orkugeiranum sem orsakar lækkanir þessa viku.

MSCI vísitalan lækkaði um 0,5% í dag og hefur lækkað um tæp 5% á fjórum dögum.

Þá lækkuðu bréf í Kína um 0,9% og Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,2%.