Skuldabréfavísitala GAMMA; GBI lækkaði um 0,8% í dag í 19,5 milljarða króna viðskiptum.

Þetta kemur fram í daglegu skuldabréfayfirliti GAMMA.

GBI hefur þá lækkað um 2,4% á einni viku og 7,3% á einum mánuði. Þrátt fyrir það nemur hækkun vísitölunnar á ársgrundvelli 7,7%.

Heildarveltan í dag nam sem fyrr segir 19,5 milljörðum króna. Þar af nam velta með verðtryggð skuldabréf um 7,8 milljörðum en 11,7 milljörðum með óverðtryggð skuldabréf.

Verðtryggði hluti vísitölunnar; GAMMAi, lækkaði um 0,7% í dag og hefur þá lækkað um 2,2% á einni viku og 7,3% á einum mánuði. GAMMAi hefur þó hækkað um 6,4% á einu ári.

Óverðtryggði hluti vísitölunnar, GAMMAxi, lækkaði um 1,1% í dag og hefur þá lækkað um 2,7% á einni viku og 7,2% á einum mánuði en hækkað um 10,7% á einu ári.