Áfram er mikil velta á skuldabréfamarkaði í Kauphöll Íslands. Frá því að markaðurinn opnaði í morgun hefur veltan numið 2,77 milljörðum króna. Mest veltan hefur verið með óverðtryggð skuldabréf, eða 2,28 milljarðar en velta með verðtryggð bréf hefur numið 490 milljónum. Mest velta er með bréf í flokknum RIKB 19, sem er óverðtryggður flokkur ríkisbréfa.

Ávöxtunarkrafa hefur hækkað í öllum óverðtryggðum flokkum nema í flokki RIKB 16. Hún hefur líka hækkað í tveimur verðtryggðum flokkum en hins vegar lækkað í fjórum verðtryggðum flokkum.

Veltan hafði verið í miklu lágmarki þar til 21. nóvember en þá er eins og fjárfestar hafi fyrst farið að velta fyrir sér fyrirhugðum skuldarniðurfellingum ríkisstjórnarinnar.