Icelandair verður skráð í Kauphöll Íslands þrátt fyrir að hópur fjárfesta eigi nú í viðræðum um að kaupa félagið af FL Group, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudaginn síðastliðinn að hópur fjárfesta ætti í viðræðum um kaup á verulegum hlut í félaginu. Einnig hafa stjórnendur áhuga á að kaupa hlut í Icelandair.

Heimildarmenn Viðskiptablaðsins segja að áætlanir um skráningu í Kauphöllin muni standast þrátt fyrir að hópur einkafjárfesta taki yfir félagið.

Heildarverðmæti Icelandair, ásamt skuldum, er talið vera um 43 milljarðar króna.