Tap nýsköpunar- og frumkvöðlasetursins Innovit nam á síðasta ári 4,1 m.kr., samanborið við tap upp á tæpar 4,9 m.kr. árið 2009. Samanlagt tap Innovit sl. tvö ár er því um 9 m.kr. Rekstrartap fyrir f já rmagnsliði nam rúmlega 1,6 m.kr., samanborið við 3,5 m.kr. árið áður.

Vaxtagjöld félagsins jukust verulega á milli ára og námu 2,6 m.kr. á síðasta ári, samanborið við 1,3 m.kr. árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok neikvætt um 4,3 m.kr. og skuldir félagsins námu rúmlega 14 m.kr. Innovit er að mestu í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, HÍ, HR og Samtaka iðnaðarins. Stjórnarformaður er Þórlindur Kjartansson.