Verð á fasteignum mun halda áfram að hækka talsvert fram til ársins 2017, ef marka má spá Íslandsbanka um þróun á íbúðamarkaði, sem er sett fram í þjóðhagsspá bankans. Samkvæmt spánni geta eigendur fasteigna vænt þess að verðgildi þeirra hækki um 7% árið 2015, um 3,4% á næsta ári og um 1,9% árið 2017, að raungildi.

Raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis mun haldast í hendur við talsverða aukningu í íbúðafjárfestingu.

Þróun íbúðaverðs til 2017
Þróun íbúðaverðs til 2017
© Jóhannes Stefánsson (VB MYND/JS)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .