Verðhjöðnun var á evrusvæðinu í mars, annan mánuðinn í röð. Verðhjöðnunin nam 0,1%, en hún var 0,2% í febrúar. Mikil lækkun olíuverð er meginástæða fyrir verðhjöðnuninni.

Talið er að þetta muni leiða til þess að Seðlabanki Evrópu munu auka við örvunaraðgerðir sínar, en hann hefur verið að kaupa skuldabréf í miklu mæli. Verðbólgumarkmið Seðlabankans eru að halda verðbólgu rétt undir 2% markinu.