Hlutabréfavísitölur í Kína héldu áfram að falla í viðskiptum dagsins í Kína.

Flaggskip hlutabréfamarkaða í Kína, samsetta Sjanghæ vísitalan lækkaði um 5,3%, en vísitalan hefur nú lækkað um 15% það sem af er ári. Alls hafa viðskiptadagar á þessu ári verið sex. Þar af hefur kauphöllum í Kína verið lokað tvisvar vegna mikilla verðlækkana og í eitt skiptið einungis 30 mínútum eftir opnun.

Ef vísitalan lækkar um 3% til viðbótar þá nær hún lægsta gildi sem nú hefur náð síðan 26. ágúst. Á þeim tíma, þ.e. í ágúst, hafði vísitalan lækkað um meira en 40% á innan við tveimur mánuðum Síðan markaðurinn gekk í gegnum þessar miklu lækkanir hafi stjórnvöld reynt að öllu afli að styðja við markaðinn og að hækka aftur gengi hlutabréfa.

Samsetta Shenzen vísitalan lækkaði um 6,6% í viðskiptum dagsins. Hlutabréfa vísitölur í Hong Kong hafa ekki verið lægri í um tvö og hálft ár. Hang Seng lækkaði um 2,8%. Kospi í Suður-Kóreu féll einnig um 1,2%. Markaðir í Japan voru lokaðir í dag vegna hátíða.