Leiðandi hagvísir Analytica lækkaði í júlímánuði. Jafnframt voru gildin fyrir apríl-júní endurskoðuð lítillega niðurávið. Hagvísirinn, sem er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum, bendir áfram til hagvaxtar yfir langtímaleitni.

Analytica reiknar hagvísinn á grundvelli sex þátta sem mælast í upphafi framleiðsluferilsins, en sams konar hagvísar hafa verið reiknaðir fyrir flest helstu iðnríki um áratugaskeið í þeim tilgangi að veita tímanlega vísbendingu um framleiðsluþróun.

Þrír af sex undirliðum hækka frá því í júní, það er innflutningur, heimsvísitala hlutabréfa og verðmæti fiskafla. Aðrir undirliðir lækka, þar hefur mest áhrif dvínun væntinga og komur ferðamanna til landsins. Má rekja það að hluta til ferða Breta, en mögulega má vænta skammtímaáhrifa óvissu frá úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.

Helstu þættir sem ógna þó hagvexti til langtíma tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum, það er óvissu í efnahagsmálum nýmarkaðsríkja og Kína. Leiðrétt er fyrir áhrifum árstíðarsveiflu og langtímaleitni í öllum tilvikum.