Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum mun halda áfram á þessu ári, fyrst um sinn, samkvæmt greingardeild Íslandsbanka. Telur greiningardeildin það muni styðja tímabundið við sterkt gengi krónunnar.

Á undanförnum fjórum mánuðum hafa verið gefin út erlend skuldabréf fyrir um að bil 150 milljarða króna.

Vegna þess hve stutt er liðið frá því að skuldabréfaútgáfan fór á skrið er erfitt að meta áhrif þess á krónuna, af nákvæmni, segir greiningardeildin. Aftur á móti hefur hún komist að ?fyrir hvern milljarð erlendrar útgáfu sem tilkynnt er um á tilteknum degi hækkar gengi krónu um 0,1% að degi liðnum."

Að öllum líkindum á skuldbréfaútgáfan talverðan þátt í hækkun gengis krónur sem átti sér stað í bæði september og október ? sem og dregið úr gengislækkun sem síðar varð. Telur greiningardeildin að erlend útgáfa hafi enn töluverð áhrif á gengið og megi útskýra 8% af breytileika í tveggja daga breytingum gengis á tímabilinu.