Þegar litið er yfir tölur yfir gengi hlutabréfa Kauphallar Nasdaq Iceland virðist staðan betri en í gær, þegar gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um tæp 24 prósentustig og Úrvalsvísitalan lækkaði um ein sex prósentustig. Úrvalsvísitalan hefur til að mynda lækkað um 0,2% það sem af er degi.

Gengi bréfa Icelandair heldur þó áfram að lækka, um 3,57% það sem af er degi - og það í talsverðum viðskiptum - en 961 milljón króna velta hefur verið með gengi bréfa félagsins.

Önnur félög á markaði eru nær núllinu í dag og ekki er ýkja mikið um sviptingar. Gengi bréfa Nýherja hefur þó tekið stökk í dag. Fyrir tveimur dögum gaf Nýherji frá sér tilkynningu þar sem kom fram var að tekjur félagsins jukust um 16% á fjórða ársfjórðungi. Gengi bréfa Nýherja hafa hækkað um 12,6% í 100 milljón króna viðskiptum.