Þrátt fyrir áætlun um áframhaldandi uppgreiðslur gerir Íbúðalánasjóður enn ráð fyrir að bjóða út íbúðabréf að andvirði 10 ma.kr. á þessum ársfjórðungi. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækkaði lítillega í gær í töluverðum viðskiptum og hefur lækkað enn frekar það sem af er morgni. Ávöxtunarkrafa lengri flokkanna er nú á bilinu 3,47%-3,48% og krafan á stysta flokkinum, HFF14 er 3,30%.

"Miðað við ávöxtunarkröfu á markaði í dag er útlit fyrir að vextir á útlánum Íbúðalánasjóðs lækki eftir næsta útboð sjóðsins," segir'greiningardeild Íslandsbanka.