Mikið flökt hefur verið á gengi krónunnar að undanförnu og þá sérstaklega eftir seinni hluta febrúar þegar skýrsla matsfyrirtækisins Fitch Ratings var gefin út, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Gera má ráð fyrir áframhaldandi sveiflum á gengi krónunnar þar sem markaðurinn virðist mjög næmur gagnvart nýju fréttaflæði, innlendu sem og erlendu," segir greiningardeildin.

Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar er 20 og 120 daga flökt krónunnar í kringum 20-25% og hefur því 120 daga flöktið minnkað frá því um miðjan mánuð þegar það nam um 35%. Að meðaltali var 20 daga flökt krónunnar 8,5% á síðasta ári.