Advania tapaði 360 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins.

Sé litið framhjá þýðingarmun vegna erlendrar starfsemi nam tapið 134 milljónum króna. Þetta er betri niðurstaða en árið 2012 þegar félagið tapaði um tveimur milljörðum eða um 1,7 milljörðum þegar litið var framhjá þýðingarmun erlendrar starfsemi.

Dótturfélagið Advania SIA í Lettlandi var selt á árinu 2013. Framtakssjóður Íslands er stærsti einstaki eigandi Advania með 71,3% hlut.