Fleiri vaxtahækkanir eru framundan í Bandaríkjunum miðað við yfirlýsingu Alan Greenspans, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Þensla er til staðar í bandarísku hagkerfi og þó að verðbólgu sé haldið í skefjum þá gefur hagnaður fyrirtækja tilkynna að markaðsafl þeirra sé að aukast. Vinnumarkaðurinn hefur einnig verið að taka við sér og launahækkanir fylgt í kjölfarið sem hefur ýtt við verðbólguskriðshættunni segir í frétt Hálffimm frétta KB banka.

Markmið Seðlabanka Bandaríkjanna verður því að halda áfram að hækka vexti jafnt og þétt til að vinna á móti þenslu í hagkerfinu. Ávöxtunarkrafa 10 ára ríkisskuldabréfa hefur fallið niður í 4% síðan að Seðlabankinn byrjaði vaxtahækkunarferli sitt og telja margir að það hafi minnkað áhrif vaxtahækkunarinnar hverju sinni. Síðan í júní í fyrra hefur seðlabankinn hækkað stýrivexti sína átta sinnum og eru þeir í dag 3%.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.