Olíuverð heldur áfram að lækka í viðskiptum dagsins, en það sem af er degi hefur heimsmarkaðsverð lækkað um það bil 3,2%. Lækkanir gærdagsins námu 5,3%.

Í dag verða birtar nýjar tölur í Bandaríkjunum um birgðastöðu fyrirtækja, en búist er við því að fyrirtækin hafi aukið við birgðir sínar. Með væntanlegri innkomu Íran á útflutningsmarkað fyrir olíu er líklegt að olíuverð muni ekki hækka í bráð. Samkvæmt skýrslu sem Morgan Stanley birti í gær þá gæti olíuverð lækkað niðurfyrir 20 dali á tunnu ef að gengi Bandaríkjadals styrkist um 5%. Að mati bankans er það offramboði á heimsmarkaði að kenna að olíuverð fór undir 60 dali, en öll lækkun umfram það sé bundin gengi Bandaríkjadals.

Verð á Brent hráolíu er nú 30,43 dalir á tunnuna, en það var 33,55 dalir í upphafi vikunnar. Verð á Texas hráolíu lækkaði í 30,41 dali á tunnuna, verðið í upphaf vikunnar var 33,16 dalir á tunnuna.