Sýknudómi yfir Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans og Gunnari Thoroddsen, fyrrverandi yfirmanni bankans í Lúxemborg hefur verið áfrýjað af saksóknara í París.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um á sínum tíma voru þeir félagar ásamt fimm öðrum starfsmönnum bankans, sýknaðir af ákæru í Frakklandi vegna meintra blekkinga Landsbankans í Lúxemborg. Var í ákærunni farið fram á þriggja ára skilorðsbundnu fangelsi yfir Björgólfi og að hann greiddi andvirði 33 milljóna króna í sekt að því er Fréttablaðið greinir frá.