*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 9. október 2017 14:03

Áfrýjar dómi um gjaldeyrisbrot

Seðlabanki Íslands áfrýjar úrskurði um að greiða til baka sektargreiðslur til félags Bakkavararbræðra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Seðlabanki Íslands áfrýjar úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem íslenska ríkinu var gert að endurgreiða sektargreiðslur til bankans vegna ætlaðra gjaldeyrisbrota. Um er að ræða rúmlega 100 milljónir króna sem félögin P153 ehf. og Rask ehf. var gert að greiða, en þau eru í eigu Nornes AS og bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona oftast kenndir við Bakkavör að því er Morgunblaðið greinir frá.

Málið snýst um nauðasamninga Klakka ehf, áður Exista um að kröfuhafar fengju greiðslur í formi nýs hlutafjár auk greiðslna í krónum. Félögin höfðu ekki reynt að leyna samningunum heldur þvert á móti leitað eftir afstöðu Seðlabankans að því er fram kom í dómsúrskurðinum.

Jafnframt segir að Seðlabankinn hafi ekki fært rök fyrir því að brotið hefði verið til þess fallið að valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum.