Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að Fiskmarkaður Íslands hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að tvinna saman kaup á fiski og slægingu á fiski og þannig raskað samkeppni á uppboðsmarkaði fiskafurða. Þetta kemur fram í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins.

Fiskmarkaður Íslands skaut málinu til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin staðfesti þá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að Fiskmarkaður Íslands hafi brotið af sér en lækkaði sektarákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr 10 milljónum í 7 milljónir.