Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu vegna kvartana Toyota á Íslandi hf. og Brimborgar ehf. á fullyrðingum Heklu í tengslum við varanlegar verðlækkanir hjá félaginu.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Þar kemur fram að fallist var á það mat Neytendastofu að fullyrðing í blaðaviðtali um 12% meðallækkun hafi stafað frá starfsmanni Heklu.

Þá féllst áfrýjunarnefndin á það að fullyrðingin fæli í sér brot gegn ákvæðum laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.

Sjá nánar á vef Neytendastofu .