Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Símanum beri að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir brot gegn samkppnislögum.

Málsatvik eru þau að þann 28. maí 2009 sendi Nova stjórnsýslukæru vegna starfshátta Símans í tengslum við tilboð félagsins með yfirskriftinni „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar“. Taldi Nova að Síminn misnotaði markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir háhraðanetþjónustu.

Samkeppniseftirlitið komst í framhaldi að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði með aðgerðum sínum brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins og með vísan til þessa var fyrirtækinu gert að greiða kr. 60.000.000 í stjórnvaldssekt samkvæmt 37. gr. samkeppnislaga.

Skilgreining á markaði

Í málinu var í fyrsta lagi deilt um það hvort og að hvaða marki markaðurinn fyrir 3G gagnaflutning sé tengdur öðrum mörkuðum sem Síminn starfar á; í öðru lagi hvort Síminn hefði markaðsráðandi stöðu ef sú tenging væri talin vera fyrir hendi og í þriðja lagi hvort þeirri stöðu hefði verið misbeitt með þeim kjörum sem Síminn bauð á 3G tengingum vorið 2009 þannig að um skaðlega undirverðlagningu sé að ræða í skilningi samkeppnisréttar.

Síminn krafðist þess að álögð sekt yrði felld niður eða lækkuð ef komist yrði að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði  brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga en Samkeppniseftirlitið krafðist þess að sektarákvörðunin yrði staðfest sem varð niðurstaðan.

Í áfrýjunarnefndinni eiga eftirfarandi sæti:

  • Jóhannes Karl Sveinsson, formaður
  • Anna Kristín Traustadóttir
  • Stefán Már Stefánsso

Úrskurðurinn í heild .