Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins frá 15. maí sl. um að Steinull hefði brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga.

Steinull veitti Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. Upplýsingarnar voru veittar vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull).

Vegna þessa upplýsinga um viðskiptakjör taldi Samkeppniseftirlitið að steinull hefði brotið gegn ákvæðum Samkeppnislaga og taldi hæfilegt að leggj á 20 milljón króna stjórnvaldssekt á Steinull

Áfrýjunarnefnd lækkaði staðfesti í meginatriðum ákvörðun Samkeppniseftirlitsins en taldi þó að brotið hefði verið minna að umfangi heldur en Samkeppnisefitrlitið lagði til grundvallar og lækkaði því stjórnvaldssektina. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir:

„Í ljósi þessarar niðurstöðu verður [Steinull] gert að greiða lægri sekt en ákveðin var í niðurstöðum ákvörðunar nr. 11/2015 og telst hún hæfilega ákveðin 15.000.000 kr. Hefur þá verið tekið tillit til þess að brotið telst í eðli sínu alvarlegt og að ekki gat farið á milli mála að upplýsingagjöfin var í andstöðu við skýr fyrirmæli.“