*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 20. maí 2013 10:42

AFS býður upp á sumarbúðir í Mexíkó fyrir ungt fólk

Skiptinemasamtökin AFS ætla að bjóða upp á nýjung fyrir ungt fólk í sumar.

Ritstjórn

„Þetta er fyrir ungt fólk á aldrinum 15 til 27 ára. Sumarbúðirnar eru í Chiapas héraði í sunnanverðri Mexíkó,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Sumarbúðirnar í Mexíkó eru nýjung hjá AFS en þau eru þekktust fyrir skiptinemaprógröm sín sem er ársdvöl. Dvölin í Mexíkó er í fjórar vikur frá 16. júlí til 19. ágúst. „Við erum að leggja áherslu á vistfræðilega sjálfbærni og menningararf rómönsku Ameríku. Við vorum að setja þetta námskeið í loftið og það er mikill áhugi á þessu.“

Jóna Fanney hvetur fólk til að hafa samband við AFS hafi það áhuga á einhverju tilteknu landi. „Það er gríðarlega margt í boði og við hjá AFS getum veitt milligöngu vilji fólk fara til einhverra ákveðinna landa í lengri eða styttri tíma. Við getum þá haft samband við AFS í viðkomandi landi og séð hvað er í boði.“ Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu AFS: http://www.afs.is/.

Stikkorð: Mexíkó AFS