Dick Costolo, fráfarandi forstjóri Twitter, mun ekki frá krónu í starfslokagreiðslur frá fyrirtækinu eftir að hann kaus sjálfur að segja starfi sínu lausu. Business Insider greinir frá.

Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu í Bandaríkjunum hefði Costolo fengið í vasann 3,2 milljónir dollara, sem samsvarar um 425 milljónum íslenskra króna, ef hann hefði verið rekinn. Ef Twitter hefði skipt um eigendur og Costolo rekinn í kjölfarið hefði hann fengið sláandi 3,3 milljarða í starfslokagreiðslur.

Costolo fær hins vegar engan starfslokasamning í ljósi þess að hann hætti sjálfviljugur hjá Twitter, en hann hafði verið harðlega gagnrýndur vegna slakrar frammistöðu fyrirtækisins. Var einungis talið tímaspursmál hvenær hann yrði rekinn og er hann því að afsala sér hundruðum milljóna króna með því að segja af sér.

Þó ber að geta þess að Costolo hefur grætt ágætlega á tíma sínum hjá Twitter, en hann hefur átt hlutabréf í fyrirtækinu frá því að það var nýtt af nálinni. Hann á ennþá um 8 milljónir hluta í Twitter sem eru nánast 300 milljóna dollara virði.