Kauphöll Íslands hefur samþykkt framkomna beiðni um afskráningu hlutabréfa HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar og verða bréfin afskráð eftir lokun viðskipta föstudaginn 29. september 2006, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stjórn HB Granda stefnir að skráningu félagsins á iSEC, markaðstorg fjármálagerninga, í kjölfar afskráningar félagsins af Aðallista Kauphallarinnar. Skráningardagur á iSEC er því fyrirhugaður þann 2. október 2006.

?Markmið HB Granda með þessum gjörningi, samkvæmt greinagerð sem félagið sendi frá sér í júní, er m.a. að tryggja áframhaldandi viðskipti með bréf félagsins og varna því að það verði afskráð,? segir greiningardeild Landsbankans. Hún segir ennfremur:

"Við það að skrá félagið á iSEC markaðinn teljum við að líkurnar á því að félagið verði leyst upp hafi stórlega minnkað. Við mælum því með því að hluthafar í HB Granda selji og undirvogi bréf sín í félaginu þar sem núverandi rekstur standi engan veginn undir verði hlutabréfanna," segir greiningardeildin.