Hluthafar Heimavalla samþykktu að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands á aðalfundi félagsins í dag. Heimavellir voru skráðir í Kauphöllina 24. maí, og því eru innan við tíu mánuðir liðnir frá skráningu félagsins á markað.

Félög í eigu fjárfestanna Finns R. Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar lögðu upphaflega fram tillögum um að afskrá Heimavelli úr Kauphöllinni þann 1. febrúar . Þeir hafa ásamt framtakssjóðnum Alfa, Vörðu Capital ehf. og Eignarhaldsfélaginu VGJ ehf. boðið í 27% hlut í Heimavöllum, fyrir samtals fjóra milljarða króna , gegn því að félagið verði afskráð. Markaðsvirði Heimavalla í viðskiptum í Kauphöllinni hefur verið talsvert lægra en bókfærðu eigin fé félagsins frá skráningu þess á markað.

Þá voru Árni Jón Pálsson, Erlendur Magnússon, Halldór Kristjánsson, Hildur Árnadóttir og Rannveig Eir Einarsdóttir kjörin í stjórn Heimavalla. Ekki var gerð tillaga um greiðslu arð en samþykkt var heimild stjórnar til að setja upp endurkaupaáætlun og kaupa allt að 10% hlutafjár í Heimavöllum.