Stjórnir lífeyrissjóða bera mikla ábyrgð og hefur meðal annars það lögbundna hlutverk að móta fjárfestingarstefnu sjóðanna. Fyrir bankahrun áttu lífeyrissjóðirnir stóran hluta allra innlendra hlutabréfa. Eignir lífeyrissjóðanna voru miklar fyrir hrun og eru það enn í dag. Hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu til að mynda um 1.800 milljörðum króna í árslok 2009. Staða lífeyrissjóðanna er þó enn óljós. Nýverið kom fram að þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa afskrifað um 86 milljarða króna frá því í bankahruninu vegna skuldabréfa fyrirtækja og fjármálastofnana. Það nemur 50 til 66% af innlendum skuldabréfum þeirra. Sjóðirnir halda samanlagt á um helmingi eigna íslenska lífeyrissjóðakerfisins.

Þrátt fyrir það hefur lítil endurnýjun verið á stjórnarmönnum lífeyrissjóða eftir bankahrun eða einungis 30%.

- Nánar í Viðskiptablaðinu