Langtímaskuld Birtíngs útgáfufélags upp á 135,2 milljónir króna var afskrifuð á síðasta ári. Um 74 milljóna rekstrartap var hjá útgáfufélaginu í fyrra samanborið við 200 milljóna rekstrartap árið 2020. Birtíngur gefur meðal annars út tímaritin Vikuna, Gestgjafann og Hús og híbýli ásamt helgarblaði Mannlífs.

Félagið Goðadalir, sem er í eigu Sigríðar Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur framkvæmdastjóra Birtíngs, keypti útgáfufélagið árið 2020 af Fjárfestingafélaginu Dalnum sem Róbert Wessman, stofnandi Alvotech og Alvogen, á að mestu. Birtíngur tók framangreint langtímalán árið 2020 en fjárhæðin samsvarar aukningu krafna Dalsins það árið.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.