Það er slæmt fyrir sveitarstjórnir landsins ef lánadrottnar þeirra þurfa að afskrifa skuldir sveitarfélaganna. Slikt bitnar á lánakjörum þeirra, segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í viðtali við Viðskiptablaðið.

Sveitarfélög landsins hafa legið undir ámæli fyrir fjárfest ingar á árunum fyrir hrun. Staða margra þeirra er slæm sem meðal annars má rekja til umdeildra fjárfestinga. Hvernig horfir þessi vandi við þér og í hverju felst lausnin?

„Það má segja að vandamál okkar sé einmitt það að einstök sveitar­félög eru illa stödd. Við höfum bent á stöðuna í samanburði við ríkis­sjóð. Í þeim samanburði er heildar­ staða sveitarfélaga ekki síðri en hjá ríkissjóði.“ Halldór nefnir sem dæmi stöðu Bolungarvíkur sem fór undir eftirlitsnefnd um fjár­mál sveitarfélaga um tíma en hefur unnið sig út úr því.

„Staða Álftaness var að sama skapi mjög slæm en nú er að vinn­ast úr henni. Í því tilfelli koma til skuldaleiðréttingar og annað slíkt. Þetta eru sveitarfélög þar sem fjár­festingar hafa verið mjög miklar og fjárfest var út á væntanlegar fram­ tíðartekjur. Gangi það upp munu sveitarfélögin ná vopnum sínum. En til þess að svo verði þurfa þessi sveitarfélög ákveðna þolinmæði hvað varðar endurfjármögnun,“ segir Halldór.

Hann bendir á að þegar kem­ur að stærri sveitarfélögum þá sé afar erfitt að gera ráð fyrir ein­ hvers konar skuldaniðurfellingum. „Það er ekki gott fyrir sveitarstjórn­ir ef það þarf að ráðast í afskriftir skulda. Slíkt bitnar á okkar lána­kjörum. Við erum hið opinbera og eigum að vera stöðug. Það á að vera hægt að treysta sveitarstjórnum til þess að standa við það sem þær lofa. Það er mikilvægt.“

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsis er að finna ítarlegt viðtal við Halldór. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.