Gengi fjármalafyrirtækja hélt áfram að lækka á hlutabréfamörkuðum í gær. Lækkanirnar voru drifnar áfram af fregnum sem bárust um helgina um að forráðamenn Citigroup þyrftu hugsanlega að grípa til enn frekari afskrifta vegna stöðutöku í fjármálagjörningum sem tengjast ´

Fregnirnar ýttu undir væntingar um að lausafjárþurrðin á fjármálamörkuðum sé ekki að renna sitt skeið á enda og að fjármálastofnanir kunni að neyðast til að afskrifa stöðutökur í flóknum fjármálagjörningum enn frekar.

Stjórnendur Citigroup búast við því að afskrifa á bilinu 8 til 11 milljarða Bandaríkjadala vegna stöðutöku í áðurnefndum fjármálagjörningum. Að frádregnum sköttum er um að ræða upphæð sem jafngildir hagnaði bankans í þrjá til fjóra mánuði. Bankinn afskrifaði 6.5 milljarða á síðasta ársfjórðungi vegna sams konar fjármálagjörninga. Heildarstaða bankans í slíkum gjörningum er sögð vera 55 milljarðar dala.

Sjá erlendar fréttir Viðskiptablaðsins