Heildarútlán Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2012-2013 námu 16,8 milljörðum kr. Greiðendur námslána voru 33.321 og alls fengu 12.236 námsmenn afgreitt námslán vegna skólaársins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri ársskýrslu LÍN fyrir skólaárið 2012-2013.

Námsmönnum sem þiggja lán hjá LÍN hefur fjölgað talsvert undanfarin ár eða um 4,2% frá árinu 2009. Námstími er að lengjast og fjárhæð námsmanna að hækka. Hærri námslán minnka almennt líkur á fullum endurheimtum. Afskriftir námslána og vaxtaafsláttur fer hækkandi og var um 47% af útlánum ársins 2013. Áætlað að tæplega helmings eftirgjöf felist í námsláni sem er á bilinu 7,5-10 milljónir vegna afskrifta og vaxtaafsláttar.

Í árslok 2013 var nafnvirði útlána Lín 202 milljarðar kr. Útlán hafa vaxið um 73% frá árinu 2008. Núvirði lánanna er nokkuð lægra eða um 129 milljarðar kr. eða 64% nafnvirðisins. Í skýrslunni segir að það sýni innbyggðan opinberan stuðning við námsmenn sem felst í núverandi fyrirkomulagi námslána. Þar segir jafnframt að miðað við núverandi þróun muni afskriftir aukast og ríkið þurfi að leggja meiri fjármuni í LÍN á komandi árum