Afskriftir sparisjóðanna vegna gengislánanna nema 3,8 milljörðum. Að auki þurfti að afskrifa háar upphæðir vegna 110% leiðarinnar. Eignasafn viðskiptabankanna var lækkað þegar uppbygging átti sér stað eftir hrun en sparisjóðirnir fengu enga slíka aðstoð.

Þetta segir Ari Teitsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða. Þessi staða hefur gert sparisjóðunum erfiðara fyrir að mæta kostnaði við afskrift útlána. Þetta kemur fram á netúgáfu Morgunblaðsins.