Í fjölmiðlapistli undirritaðs í Viðskiptablaðinu í dag var vikið að bankaviðskiptum Vilhjálms Bjarnasonar og sagt að þeim hafi lokið „með verulegum afskriftum og töpuðum lánveitingum til hans“.

Þar var byggt á frásögn heimildarmanna, sem greinarhöfundur hafði ekki ástæður til að efa, en eðli máls samkvæmt eru öll gögn þess hjúpuð bankaleynd.

Vilhjálmur hafði samband við blaðið og mótmælti þessum aðdróttunum harðlega en frekari eftirgrennslan hefur leitt í ljós að það sé rétt athugað, að tiltekinn banki hafi ekki afskrifað lán til hans eða tapað fé á lánveitingum til hans.

Það er sem fyrr reist á samtölum við heimildarmenn en ekki gögnum. Vilhjálmur er því beðinn afsökunar á staðhæfingunum og þær dregnar til baka.

Andrés Magnússon