Sigur Íslendinga í Icesave-málinu er magnaður, að því er fram kemur á vef norska dagblaðsins Aftenposten. Þar er í stuttu máli fjallað um niðurstöðu EFTA-dómstólsins í málaferlum ESA gegn íslenskum stjórnvöldum sem féll í morgun. Dómurinn markar kaflaskil í langri sögu, að sögn Aftenposten. Að öðru leyti vitnar blaðið í tilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi út um málið.

Eins og fram kom í Icesave-dómnum þarf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að greiða málskostnað Íslendinga vegna málarekstursins við Icesave-málið. Þá þarf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að greiða fyrir sinn eigin málarekstur auk þess sem Bretar, Hollendingar, Liechtenstein og Norðmenn að greiða fyrir sinn eigin málskostnað samkvæmt úrskurði dómsins.