Mest hækkuðu hlutabréf Sýnar í viðskiptum dagsins um ríflega 4,9% og standa þau nú í 30,95 krónum. Bréf félagsins náðu sögulegu lágmarki 17. júlí síðastliðinn og hafa þau hækkað um 35% síðan þá.

Hlutabréf Eikar hækkuðu næst mest, um 3,11% og standa nú í 7,3 krónum hvert. Bréfin náðu sögulegu lágmarki 25. ágúst síðastliðinn og hafa hækkað um 26% síðan þá. Hlutabréf Reita hækkuðu um 2,72% í viðskiptum dagsins og bréf Regins um 2,24%.

Sjá einnig: Sýn og Eik rétta úr kútnum

Heildarviðskipti dagsins námu 2,3 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með bréf Marel um 875 milljónir og lækkuðu þau um 0,27%. Mest lækkuðu hlutabréf Brims um 1,42% og standa þau nú í 41,8 krónum. Næst mest lækkuðu bréf Icelandic Seafood um 0,52% og standa þau í 8,56 krónum.

Gengi krónunnar hélst talsvert stöðugt í viðskiptum dagsins. Mest lækkaði hún þó gagnvart evrunni um 0,19% og kostar tæplega 162 krónur.