Kaffibarinn ehf., sem á og rekur samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur, skilaði 9,5 milljóna króna hagnaði á árinu 2012 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins en árið á undan nam hagnaður félagsins rúmum 10 milljónum króna.

Þrátt fyrir hagnað af rekstri undanfarin tvö ár þá er eigið fé félagsins neikvætt um tæpar 39 milljónir. Félagið er í 100% eigu Jóns Páls Ásgeirssonar. Helsta eign Kaffibarsins er fasteign félagsins en bókfært virði hennar er um 145 milljónir króna. Einnig á félagið eignarhluti í Arnarklöpp ehf. og 37 íbúðir ehf. En virði þessara hluta er tæpar 53 milljónir króna.

Stærsta skuld félagsins er skuldabréfalán upp á 184 milljónir króna auk tæprar 70 milljóna króna skuldar við tengda aðila.