Margir fjárfestar og markaðsaðilar hafa á allra síðustu vikum haldið því fram að nú sé farið að hilla undir endalok lánsfjárkreppunnar á fjármálamörkuðum sem hófst í fyrrasumar.

Af þeim sökum, segja þeir, er réttast að beina sjónum í auknum mæli að brýnum spurningum á borð við hversu skjótur batinn á fjármálamörkuðum verði og hversu mikil vandræði gætu hugsanlega hlotist af aukinni verðbólgu.

Stórir fagfjárfestar í Bandaríkjunum virðast vera á þessari skoðun, ef marka má nýja könnun Barrons fjármálatímaritsins.

Meira en helmingur þeirra fagfjárfesta sem tóku þátt í könnun Barrons – af samtals 120 sjóðstjórum – segjast vera bjartsýnir eða mjög bjartsýnir á horfur á hlutabréfamörkuðum á þessu ári. Og spár þeirra gefa einnig til kynna að aðstæður muni batna enn frekar á fyrstu sex mánuðum ársins 2009.

Sökum þessa telja sumir að hægt sé að gera góð kaup á hlutabréfamörkuðuðum – ekki síst í fjármálageiranum, þar sem gengi bréfa margra fyrirtækja hefur fallið mikið í verði undanfarna mánuði. Í kringum 55% svarenda í könnun Barrons telja hlutabréfamarkaðinn undirverðlagðan, á meðan aðeins 10% segja gengi hlutabréfa of hátt verðlagt.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .