Hlutabréfavísitalan í Shanghai lækkaði um 1,23% í nótt og stendur nú í 3.166 stigum. Þá lækkaði gengi Hang Seng vísitölunnar í Hong Kong um 1,56%.

Ný gögn sem birt voru í nótt staðfestu áhyggjur markaðsaðila af hægagangi í kínversku efnahagskerfi. Samkvæmt þeim dróst kínversk framleiðsla saman í ágúst, og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á svö skömmum tíma í þrjú ár.

Hafa menn því enn áhyggjur af því að hægja muni á hagvexti í Kína á næstunni sem gæti leitt til enn frekari lækkana á kínversum hlutabréfamarkaði.