12 mánaða verðbólga í september mælist nú 14% eins og fram kom í morgun.

Það er minna er greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu gert ráð fyrir 14,3% - 14,4% verðbólgu í september. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem verðbólga mælist undir spám greiningardeildanna.

Á myndinni hér til hliðar má sjá verðbólguspár greiningardeilda og 12 mánaða verðbólgu í september.

Þetta er í fyrsta skipti síðan í janúar sem verðbólga minnkar milli mánaða en frá því í júlí 2007 hefur það aðeins gerst einu þangað til nú.

Greining Glitnis spáði upprunalega 14,3% verðbólgu en breytti spá sinni lítillega í gær og gerði þá ráð fyrir 14,4% verðbólgu.

Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans gerðu ráð fyrir 14,3% verðbólgu í september.

Allar greiningardeildirnar voru samróma um að útsölulok hefðu nokkur áhrif á verðhækkanir, til dæmis á fatnaði og skóm auk þess sem Greining Glitnis gerði ráð fyrir að hækkun þjónustutaxta ýmissa fyrirtækja hefðu hækkað meira en gert hafði verið ráð fyrir.

Þá tók Greiningardeild Kaupþings fram í sinni spá að húsnæðisliðurinn myndi lækka nú en í fyrri mánuði höfðu til að mynda viðhald og viðgerðir nokkur áhrif til hækkunar.

Þá voru allar greiningardeildirnar sammála um að verðbólgan hefði náð hámarki sínu.