Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,53% í viðskiptum gærdagsins, sem námu 3 milljónum króna.

Fór vísitalan upp fyrir 1.700 stiga markið í fyrsta sinn síðan 17. nóvember síðastliðinn, þegar hún var í 1.700,28 stigum en nú er hún komin upp í 1.707,50 stig, og hefur hún ekki verið hærri síðan daginn áður, þann 16. nóvember þegar hún var í 1.715,59 stigum.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði hins vegar um 0,02% í tæplega 4 milljarða viðskiptum og fór hún niður í 1.367,10 stig.

Hagar og HB Grandi hækkuðu mest

Mest hækkun var á gengi bréfa Haga, sem hækkuðu um 3,04% í 461 milljón króna viðskiptum en gengi bréfanna var í lok viðskiptadagsins 37,30 krónum. Næst mest hækkun var á gengi bréfa HB Granda, sem hækkuðu um 2,52% í 142 milljón króna viðskiptum og endaði hvert bréf á að kosta 34,55 krónum.

Mesta lækkunin var á gengi bréfa VÍS, eða um 1,38% í mjög litlum, eða hálfrar milljónar viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 12,16 krónur. Næst mest lækkun var hins vegar á bréfum Skeljungs, sem lækkuðu um 1,14% niður í 6,92 krónur í 187 milljón króna viðskiptum.

Mest viðskipti voru með bréf Reita fasteignafélags, eða fyrir 462 milljónir, aðeins meira en viðskiptin með bréf haga. Hækkuðu bréf Reita um 0,44% upp í 90,70 krónur.