Verðbólga í Bretlandi mældist 0,1% í maímánuði, en mánuði fyrr hafði 0,1% verðhjöðnun mælst í landinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Bretlands sem BBC News greinir frá.

Þar kemur fram að aukinn flutningakostnaður hafi haft mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs, en undanfarna mánuði hefur lágt olíuverð valdið nokkurri lækkun á vísitölunni. Þannig mældist verðhjöðnun í landinu í síðasta mánuði og var það í fyrsta skipti frá árinu 1960.