*

föstudagur, 24. september 2021
Innlent 26. júlí 2021 09:10

Afturkalla kyrrsetningarbeiðnir

ÍAV og 105 Miðborg afturkalla kröfur um kyrrsetningu eigna vegna Kirkjusandsreitsins en uppgjör málsins lýkur „með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum“.

Ritstjórn
Frá fyrstu byggingastigum á Kirkjusandsreitnum.
Haraldur Guðjónsson

Fjárfestingarsjóðurinn 105 Miðborg og Íslenskir aðalverktakar, ÍAV, stefndu hvor öðrum í byrjun sumars vegna ágreinings um uppbyggingu lóða á Kirkjusandsreitnum. Félögin krefjast bæði hátt í fjóra milljarða króna og lögðu fram kröfur um kyrrsetningu eigna við embætti sýslumanns.

ÍAV og 105 Miðborg, sem er í stýringu hjá Íslandssjóðum, hafa nú komist að samkomulagi um að afturkalla kyrrsetningarbeiðnir. Uppgjör málsins verður lokið „með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum,“ samkvæmt yfirlýsingu sem Grímur Sigurðsson, lögmaður ÍAV, og Bjarki Sveinsson, lögmaður 105 Miðborgar, sendu frá sér í gærkvöldi.

Yfirlýsingin í heild sinni:

„ÍAV hf. og 105 Miðborg slhf. hafa náð samkomulagi um að afturkalla kyrrsetningarbeiðnir gagnvart hvort öðru og að uppgjöri vegna ágreiningsmála milli aðila, sem áður hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, verði lokið með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum.“