Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Landsvaka, dótturfyrirtækis Landsbankans. Rekstrarfélagið Landsbréf, sem sömuleiðis er í eigu Landsbankans, keypti rekstur Landsbréfa í fyrra vor og tóku þá Landsbréf við sautján sjóðum Landsvaka.

Fram kemur á vef FME að stjórn Landsvaka hafi skilað starfsleyfi sjóðsins 30. maí síðastliðinn og séu liðnir meira en sex mánuðir síðan félagið hætti starfsemi. Afturköllunin miðast við 30. október 2013.