Ýsa
Ýsa
© BIG (VB MYND/BIG)
Verð á íslenskum sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, hækkaði um 1,1% í júní síðastliðnum og er í sögulegu hámarki. IFS Greining fjallar um afurðaverðið í dag en útreikningar IFS byggja á tölum Hagstofunnar um framleiðsluverð í júní.

„Almennt er verð á sjávarafurðum hagstætt fyrir íslensku sjávarútvegs-fyrirtækin. Hefur vísitalan haldist óbreytt milli mánaða en er engu að síður í sögulegu hámarki. Það má því segja að umhverfi íslenskra sjávar-útvegsfyrirtækja sé gott um þessar mundir. Það er þó ákveðin óvissa sem ríkir um þessar mundir þar sem efnahagsástand í heiminum er viðkvæmt. Hrávöruverð í heiminum hefur hækkað talsvert á árinu en aftur lækkað lítillega á síðustu vikum. Líklegt er að afurðaverð, á föstu gengi, muni fylgja þessari þróun að einhverju leiti,“ segir IFS Greining. Kemur fram að sú staða sé nú í heiminum að framboð á fiski annar ekki eftirspurn. Til að mynda geti fiskimið Breta ekki sé þeim fyrir fisk nema í sex mánuði á ári.