Afurðaverð hefur verið í miklum hækkunarfasa undanfarna 12 mánuði. Frá því í ágúst á síðasta ári hefur verðvísitalan í erlendri mynt hækkað um rúm 15%. Þetta kemur fram í greinarefni IFS.

Fiskur
Fiskur
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Heildarafli íslenskra skipa á tímabilinu janúar til og með maí hefur aukist úr því að vera rúm 434 þúsund tonn í 528 þúsund tonn. Helst er að nefna að mikil aukning varð á loðnuveiði en heildarafli á áðurnefndu tímabili var 335 þúsund tonn samanborið við 110 þúsund tonn árið áður. Þrátt fyrir þessa aukningu í framboði hefur verðvísitala haldið áfram að hækka.