*

laugardagur, 24. október 2020
Innlent 30. maí 2017 10:55

Afurðir stóriðju hafa hækkað um 7,8%

Ef tekið er mið af apríl 2016 hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 5,4%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,4% milli mars og apríl 2017. Sjávarafurðir lækkuðu um 3,9% á tímabilinu og höfðu 1,2% áhrif á vísitölu, afurðir stóriðju hækkuðu um 2,8% og annar iðnaður lækkaði um 2,9%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. 

Ef tekið er mið af apríl 2016 hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 5,4% og þar af hefur verð sjávarafurða lækkað um 9,2% og annar iðnaður lækkað um 19,4%. Afurðir stóriðju hafa hins vegar hækkað um 7,8% á síðustu tólf mánuðum. Sé horft til þess hvort afurðirnar eru fluttar út eða seldar innanlands hafa útfluttar afurðir lækkað um 3,9% á einu ári, en verð afurða seldra innanlands hefur lækkað um 8,4%.