Á fast­eigna­markaði á Ak­ur­eyri hef­ur verið ágæt sala að und­an­förnu og sér­stak­lega hef­ur aukið fram­boð af íbúðum í nýj­um fjöl­býl­is­hús­um eflt markaðinn. Þetta seg­ir Björn Guðmunds­son, löggiltur fast­eigna­sali sem á og rek­ur Byggð fast­eigna­sölu þar í bæ í samtali við Morgunblaðið .

„Þar á oft í hlut fólk sem er kannski komið yfir miðjan ald­ur og er að losa sig við stærri eign­ir, sem aft­ur eru eft­ir­sótt­ar af barna- og fjöl­skyldu­fólki. Þarna fer oft af stað hring­ekja í viðskipt­um, þar sem hvað elt­ir hitt,“ seg­ir Björn.

„Munurinn á fasteignaverði á Akureyri og Reykjavík er mikill, enda aðstæður gjörólíkar. Hér nyrðra erum við líka í landsbyggðarhagkerfinu sem svo er kallað. Sveiflurnar í verði eru minni og breytingar koma seint fram. Jafnvægið er meira,“ segir Björn.