Flugfélag Íslands hefur fundið fyrir aukningu í innanlandsflugi í sumar. Undanfarin ár þá hefur innanlandsflugi farið minnkandi, en í fyrra var nokkur viðsnúningur og örlítil aukning milli ára. Það sem af er á árinu 2016 hefur verið um 5% aukning á fjölda farþega hjá flugfélaginu sögn Árna Gunnarssonar framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. „Við sjáum bæði aukningu hjá erlendum ferðamönnum en líka það að Íslendingum er að fjölga um borð.“

Árni segir að sögulega séð þá hefur fjöldi farþega í innanlandsflugi oft haldist í hendur við hagsveiflur. hagsveiflur. „Nú er heldur að vænkast hagur landsmanna — það er til að mynda ágætis hagvöxtur. Við sjáum það í tölunum okkar. Innanlandsflugið er ágætis mælikvarði fyrir efnahagsástandið“ segir Árni í samtali við Viðskiptablaðið.

Flug á milli Keflavíkur og Akureyrar

Aðspurður um beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur segir Árni að hugmyndafræðin hafi verið sú að láta reyna á þetta á háannatímum, þ.e. á sumrin. „En árangurinn er ekki beint þannig að við höfum bætt í, en við sjáum tækifæri í því að vera staðsettir í Keflavík með vél. En við erum að skoða hvort að það séu vænlegri tækifæri utan háannatímans. Við erum bara enn þá að skoða þetta“ segir Árni.

Tekur Árni fram að flugfélagið vilji gjarnan virkja ferðamenn betur þegar kemur að innanlandsflugi og hefur Flugfélag Íslands til að mynda verið með dagsferðir til áfangastaða sinna. „Dvalartími ferðamanna hefur styst nokkuð svo það hefur færst til aukanna að fólk taki flugið til Akureyrar, leigt bíl þar og keyra svo til Reykjavíkur og skila bílnum þar. Þetta er þá gert til þess að eyða minni tíma keyrandi og hafa meiri tíma í upplifunina.“

„Stærsta breytingin á innanlandsflugi í marga áratugi“

Aðspurður um stórtækar breytingar hjá flugfélaginu segir Árni meðal annars að „stóra verkefnið hjá okkur var að innleiða nýjan flota. Við vorum að endurnýja flugvélarnar okkur. VIð fórum úr Fokkernum og Bombardier Q400.Eftir innleiðingarferlinu lauk hefur þetta gengið mjög vel með þessar vélar.“ Árni telur að þetta vera eina „stærstu breytinguna á innanlandsflugi í marga áratugi.“

„Mikil tækifæri í Grænlandi til frekari vaxtar“

„Okkar starfsemi snýst töluvert um Grænland, sérstaklega á sumrin. Um 25% af okkar veltu kemur í gegnum flug til Grænlands. Við erum núna komin með 5 áfangastaði í þar. Tækifærin eru mikil í Grænlandi til frekari vaxtar. Það sem við höfum séð er heldur til aukning á þessu ári“ tekur Árni fram.

Flugfélag Íslands hefur boðið upp á flug til Aberdeen í Skotlandi frá Keflavíkurflugvelli. „Við fljúgum á Bombardier Q400 vélunum 4 sinnum í viku og leiðum það í gegnum Icelandair kerfið. Þetta er alveg nýtt fyrir okkur og það er mjög spennandi“ segir Árni að lokum.