Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi og núverandi bæjarstjóri sendi frá sér tilkynningu þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn muni hefja meirihlutaviðræður. Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá.

"Ég er ágætlega bjartsýnn á að þetta takist." segir Ármann Kr. Ólafsson aðspurður hvort hann telji að flokkarnir geti komist að samkomulagi um myndun meirihluta.

"Málefnin sem við Sjálfstæðismenn munum setja á oddinn í þessum viðræðum eru fyrst og fremst skólamálin. Leikskólamálin og grunnskólamálin." bætir hann við.

Ekki náðist í Birki Jón Jónsson, oddvita Framsóknarflokksins við vinnslu fréttarinnar.