Suðurkóreska fjármálaeftirlitið hvetur Þróunarbanka Kóreu, sem er í eigu ríkisins, til þess að fara að með gát þegar kemur að alþjóðlegum fjárfestingum.

Yfirmaður eftirlitsins segir að tækifæri kunni að felast í slíku en hætturnar séu einnig fyrir hendi. Sem kunnugt er hefur Þróunarbankinn verið orðaður við kaup á hinum aðþrengda bandaríska fjárfestingarbanka Lehman Brothers.

Yfirmaður eftirlitsins segir að ríkisreknar stofnanir ættu ekki að vera í aðalhlutverki þegar kemur að slíkum yfirtökum.